þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Banner
Búinn að láta inn nýjan banner vegna fjöldamargra áskoranna. Annars er þessi BlogThis! motherfucker pirrandi.
laugardagur, ágúst 28, 2004
Um daginn kom grein í Sjónvarpsdagsskrána um Hamborgarabúllu Tomma. Þar var tekið viðtal við einhvern sprellara um nýja staðinn og næst kemur tilvitnun í lítið þekktan bloggara. Engan annan en mig! Það var sem sagt tilvitnun í bloggfærsluna þar sem ég hafði farið á búlluna og sagði hvað mér fannst. Að vísu var ekki einu sinni gefið upp url að blogginu, bara talað um mig sem Páfann. En það sem þeir vissu ekki að þessir vitleysingar á búllunni ætluðu að hringja í mig um starf en gerðu það ekki. Sjá eftir því núna þar sem að þetta blogg er greinilega mikið lesið, t.d. af einhverjum gaur sem skrifar pistla í ekki ómerkilegra blað en Sjónvarpsdagsskrána, takk fyrir.