föstudagur, desember 12, 2003
Pósturinn
Þegar ég var að læra samviskusamlega undir stafsetningarpróf gerðist það að pósturinn kom. Nú, ég heimtaði ruslpóstinn frekjulega af móður minni og viti menn, það var bréf til mín. Það var stórt, hvítt að utan og svolítið þykkt þannig að ég var við það að rifna úr spenningi eins og þetta bréf bráðlega, ekki úr spenningi en samt rifna. Kannski hefði ég unnið í einhverjum leik sem ég mundi ekki að hafa tekið þátt í. Kannski hefði ég unnið eitthvað fyrir að eiga debetkort?
En þegar ég opna umslagið tek ég út nokkur blöð og á því efsta stendur skýrum stöfum: „Velkominn í Sjálfstæðisflokkinn.“ Ég bókstaflega öskra: „HVAÐ Í ANDSKOTANUM..?!“
Svo held ég áfram að fletta. Þá er skráningarblað fyrir neðan og ég býst við að ég hafi ekki enn verið skráður í flokkinn, sem betur fer. Annars hefði ég strunsað niður í Sjálfstæðisflokkshúsið með brennandi kross, öskrandi meiðyrði.
Ég að sjálfsögðu ríf blöðin (sem voru fleiri en 2, kíkti ekki á þau öll, svo ofbauð mér) í marga litla búta, geri kúlu úr bútunum og hræki á hana og fleygi á gólfið.
Ég man þegar ég fékk tilboð um að fara í Sjálfstæðisflokkinn, og fór ég með það eins og fótbrotinn hest. Það hefur víst engin áhrif haft á þá og hafa þeir bara búist við því að ég hafi endilega viljað fara í flokkinn en bara gleymt að senda bréfið. Einnig hef ég fengið mörg SMS frá Heimdalli. Ef þessu fer ekki að linna þá mun ég mæta með krossinn, öskuvondur.
En þegar ég opna umslagið tek ég út nokkur blöð og á því efsta stendur skýrum stöfum: „Velkominn í Sjálfstæðisflokkinn.“ Ég bókstaflega öskra: „HVAÐ Í ANDSKOTANUM..?!“
Svo held ég áfram að fletta. Þá er skráningarblað fyrir neðan og ég býst við að ég hafi ekki enn verið skráður í flokkinn, sem betur fer. Annars hefði ég strunsað niður í Sjálfstæðisflokkshúsið með brennandi kross, öskrandi meiðyrði.
Ég að sjálfsögðu ríf blöðin (sem voru fleiri en 2, kíkti ekki á þau öll, svo ofbauð mér) í marga litla búta, geri kúlu úr bútunum og hræki á hana og fleygi á gólfið.
Ég man þegar ég fékk tilboð um að fara í Sjálfstæðisflokkinn, og fór ég með það eins og fótbrotinn hest. Það hefur víst engin áhrif haft á þá og hafa þeir bara búist við því að ég hafi endilega viljað fara í flokkinn en bara gleymt að senda bréfið. Einnig hef ég fengið mörg SMS frá Heimdalli. Ef þessu fer ekki að linna þá mun ég mæta með krossinn, öskuvondur.