miðvikudagur, október 29, 2003
The Who - Pinball Wizard
Hér reyni ég að skrifa meðan ég hlusta á tónlist. Ég veit ekki hvernig það kemur út þar sem að ég get aðeins gert eitt í einu vegna þess að ég er karlmaður. Það sem kemur hér á eftir getur verið eintóm vitleysa en við látum reyna á það...
Snjórinn er kominn, það er gaman. Gaman, gaman... ég hrópa! Jeij... Gaman, snjórinn kemur, jeij... gaman!
Tralalalallalalala, snjórinn er kominn. Jeij, gaman, gaman.
Snjórinn er kominn, það er gaman. Gaman, gaman... ég hrópa! Jeij... Gaman, snjórinn kemur, jeij... gaman!
Tralalalallalalala, snjórinn er kominn. Jeij, gaman, gaman.
þriðjudagur, október 28, 2003
Fastur í naflastreng alheimsins
Nú ætla ég að segja frá atviki sem kom fyrir mig, þetta var alveg ótrúlegt...
Þannig var að ég ætlaði að fara fram í eldhús að ná mér í vatnsglas, þá kemst ég að því að ég er einn heima. Þetta fannst mér undarlegt þar sem að ég gat svarið að foreldrar mínir voru heima. Án þess að hugsa mikið meira um þetta drakk ég vatnsglasið. Þegar síðustu droparnir runnu niður hugsaði ég: Væri ekki tilvalið að gera rjómatertu meðan ég er einn heima? Jú, það skal ég gjöra. Meðan ég undra mig á snilli minni seilist ég í ísskápshurðina rétti hendina eftir rjóma, en... það er enginn rjómi. "ENGINN RJÓMI?!" öskra ég hástöfum. Bannsettir foreldrar mínir hafa væntanlega tekið hann með af einskærri illkvittni. En ég læt svoleiðis smáatriði ekki pirra mig, heldur legg af stað niður í matvörubúðina Sunnubúð og ætla að festa kaup á rjóma. Ég opna hurðina að Sunnubúð rólega, það marrar í hurðinni, rétt eins og þarna sé reimt. Búðakonan segir rólega en jafnframt óhugnanlega: "Góðan daginn, get ég aðstoðað". "Nei takk, ég ætla bara að kaupa eina litla fernu af rjóma, sjáðu til, ég ætla nefnilega að búa til rjómatertu" segi ég og brosi kurteisisbrosi. "Já, það líst mér vel á" svarar hún og ég er ekki frá því að hún blikki mig, eða var það fjörfiskur? Ég labba rólega að mjólkurkælinum. Opna hurðina og dreg úr honum eina litla fernu af rjóma. Með hana fer ég að afgreiðsluborðinu og borga fyrir. Þá segir búðarkonan: "Við sjáumst seinna". Án þess að svara dríf ég mig úr búðinni, hræddari en nokkru sinni fyrr.
Þegar heim læt ég rjómann í ofninn, stilli á 220° og dreg vísinn á eldhúsvekjaraklukkunni að tölunni fimmtán.
Eftir ævintýrið í búðinni legg ég mig niður meðan ég bíð eftir rjómatertunni. Eftir kortér hringir klukkan, ég stíg upp úr rúminu hálf pirraður. Læt á mig blómstraða ofnhanska og dreg úr ofninum herlegheitin. Rjómaterta à le garçon de maison. Hana borðaði ég svo með bestu lyst.
Framhald ef til vill síðar...
Ég hef bætt við link á þá bloggfélaga Hjalta og Jónas eða Caberson bræðurna eins og þeir eru oftar en ekki kallaðir.
Þannig var að ég ætlaði að fara fram í eldhús að ná mér í vatnsglas, þá kemst ég að því að ég er einn heima. Þetta fannst mér undarlegt þar sem að ég gat svarið að foreldrar mínir voru heima. Án þess að hugsa mikið meira um þetta drakk ég vatnsglasið. Þegar síðustu droparnir runnu niður hugsaði ég: Væri ekki tilvalið að gera rjómatertu meðan ég er einn heima? Jú, það skal ég gjöra. Meðan ég undra mig á snilli minni seilist ég í ísskápshurðina rétti hendina eftir rjóma, en... það er enginn rjómi. "ENGINN RJÓMI?!" öskra ég hástöfum. Bannsettir foreldrar mínir hafa væntanlega tekið hann með af einskærri illkvittni. En ég læt svoleiðis smáatriði ekki pirra mig, heldur legg af stað niður í matvörubúðina Sunnubúð og ætla að festa kaup á rjóma. Ég opna hurðina að Sunnubúð rólega, það marrar í hurðinni, rétt eins og þarna sé reimt. Búðakonan segir rólega en jafnframt óhugnanlega: "Góðan daginn, get ég aðstoðað". "Nei takk, ég ætla bara að kaupa eina litla fernu af rjóma, sjáðu til, ég ætla nefnilega að búa til rjómatertu" segi ég og brosi kurteisisbrosi. "Já, það líst mér vel á" svarar hún og ég er ekki frá því að hún blikki mig, eða var það fjörfiskur? Ég labba rólega að mjólkurkælinum. Opna hurðina og dreg úr honum eina litla fernu af rjóma. Með hana fer ég að afgreiðsluborðinu og borga fyrir. Þá segir búðarkonan: "Við sjáumst seinna". Án þess að svara dríf ég mig úr búðinni, hræddari en nokkru sinni fyrr.
Þegar heim læt ég rjómann í ofninn, stilli á 220° og dreg vísinn á eldhúsvekjaraklukkunni að tölunni fimmtán.
Eftir ævintýrið í búðinni legg ég mig niður meðan ég bíð eftir rjómatertunni. Eftir kortér hringir klukkan, ég stíg upp úr rúminu hálf pirraður. Læt á mig blómstraða ofnhanska og dreg úr ofninum herlegheitin. Rjómaterta à le garçon de maison. Hana borðaði ég svo með bestu lyst.
Framhald ef til vill síðar...
Ég hef bætt við link á þá bloggfélaga Hjalta og Jónas eða Caberson bræðurna eins og þeir eru oftar en ekki kallaðir.
miðvikudagur, október 22, 2003
Ég gefst upp
Í fyrstu ætlaði ég að hafa þetta blogg ákaflega sérstakt og spes eða 'el speþial' eins og vinir okkar frá Spáni segja það. En nú, vegna þess að menn hafa ítrekað sagt við mig: "Jóhannes mar, þú ert ekkert nema lame-ar mar, ýkt steiktur gaur" (Rútur), verð ég að gefa mig og gera eitthvað übernormalt blogg þar sem að ég hef viljastyrk á við eldspýtu (ég geri mér grein fyrir því að eldspýta hefur engan viljastyrk, bara svona myndlíking, sniðugt!). Þannig að núna eruð þið að lesa fyrsta bloggið hér sem er eins ómerkilegt og öll hin.
Á fimmudaginn var árshátíð, árshátíð skólafélagsins, hún fór nú kannski ekki eins vel og menn höfðu vonað... fyrir mig, en við skulum ekki tala meira um það. Fyrirpartýið var vel heppnað og á Aldís skilið miklar þakkir fyrir þetta framlag til bekkjarins og gesta hans.
Svo tók við frí daginn eftir, svokallað haustfrí sem var frá föstudegi til mánudags. Á mánudegi veiktist ég og hef verið veikur hingað til. Þó sé ég fram á að mæta í skólann á morgun og þá verður farið í Jarðfræðiferð. Við munum fræðast um steina, ég skil ekki hvernig einhverjum getur ekki fundist það stórskemmtilegt.
Svo hér kemur tilfinningaparturinn sem Rútur bað sérstaklega um: Ég þoli ekki veikindi. Hata þau.
Jæja, þetta var kannski ekkert óhóflega langt. Þetta kemur allt.
Á fimmudaginn var árshátíð, árshátíð skólafélagsins, hún fór nú kannski ekki eins vel og menn höfðu vonað... fyrir mig, en við skulum ekki tala meira um það. Fyrirpartýið var vel heppnað og á Aldís skilið miklar þakkir fyrir þetta framlag til bekkjarins og gesta hans.
Svo tók við frí daginn eftir, svokallað haustfrí sem var frá föstudegi til mánudags. Á mánudegi veiktist ég og hef verið veikur hingað til. Þó sé ég fram á að mæta í skólann á morgun og þá verður farið í Jarðfræðiferð. Við munum fræðast um steina, ég skil ekki hvernig einhverjum getur ekki fundist það stórskemmtilegt.
Svo hér kemur tilfinningaparturinn sem Rútur bað sérstaklega um: Ég þoli ekki veikindi. Hata þau.
Jæja, þetta var kannski ekkert óhóflega langt. Þetta kemur allt.
sunnudagur, október 19, 2003
Það er bara svona
Skorri er nú kominn með myndasíðu. Drengurinn búinn að fá sér nýja myndavél og tími til kominn að hann fari að leggja sitt af mörkum í heim veraldarvefsins.
Vala er einnig komin með 2 nýjar heimasíður. Blogg og myndasíðu.
Ótrúlegt en satt.
Vala er einnig komin með 2 nýjar heimasíður. Blogg og myndasíðu.
Ótrúlegt en satt.
laugardagur, október 18, 2003
Tirrintí
Hér rita ég early in the morning time. Nývaknaður og brakandi ferskur. Ég borða ristað brauð með osti, drekk mjólk og hugsa: Hvaða stóll?
Gærkvöldið fór í það að horfa á Kill Bill í Regnboganum. Myndin stóð undir væntingum og hvet ég alla eindregið að fara á hana. Tarantino stendur ávallt fyrir sínu.
Það er á svona stundum sem að maður semur eitt ljóð í tilefni dagsins...
F9,
pláneta í öðrum alheimi...
manneskjur!
Hliðstæður...
hvar er ég?
Gærkvöldið fór í það að horfa á Kill Bill í Regnboganum. Myndin stóð undir væntingum og hvet ég alla eindregið að fara á hana. Tarantino stendur ávallt fyrir sínu.
Það er á svona stundum sem að maður semur eitt ljóð í tilefni dagsins...
F9,
pláneta í öðrum alheimi...
manneskjur!
Hliðstæður...
hvar er ég?
miðvikudagur, október 15, 2003
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn daginn...
Enn og aftur er ég neyddur til þess að blogga, vil nú helst gera það þegar ég hef frá einhverju að segja. Sem er ekki tilfellið núna, þ.e.a.s. ekkert af viti. Það er árshátíð á morgun og tími til kominn að eitthvað verður af sprelli. Búið að vera mikið um próf og almenn leiðindi.
Þar sem að ég hef ekkert að segja gæti ég svo sem alveg byrjað á því verðlauna fólk fyrir eitthvað, svipað og "Manneskja dagsins" hjá Rúti partýhrúti og fleirum...
Töffari dagsins er Ómar fyrir að láta reka sig út úr Efna- og Eðlisfræðitíma. Fag sem hann unnir heitt.
Heppinn dagsins er Rútur fyrir að hafa átt skilið að vera rekinn út úr tíma.
Þar sem að ég hef ekkert að segja gæti ég svo sem alveg byrjað á því verðlauna fólk fyrir eitthvað, svipað og "Manneskja dagsins" hjá Rúti partýhrúti og fleirum...
Töffari dagsins er Ómar fyrir að láta reka sig út úr Efna- og Eðlisfræðitíma. Fag sem hann unnir heitt.
Heppinn dagsins er Rútur fyrir að hafa átt skilið að vera rekinn út úr tíma.
föstudagur, október 10, 2003
SS herferð
Nú er Sláturfélag Suðurlands að byrja nýja auglýsingaherferð og ég nýt þeirra forréttinda að eiga þær 3 auglýsingar sem SS ætla að fara af stað með. Án frekari orðalenginga koma hér auglýsingarnar:
Auglýsing 1
Auglýsing 2
Auglýsing 3
Auglýsing 1
Auglýsing 2
Auglýsing 3
fimmtudagur, október 09, 2003
Ég býst við að maður neyðist til þess að skrifa eitthvað. Rútur orðinn óánægður með mann, hann er búinn að eyða miklum tíma og peningum í það að gera þetta blogg sem fullkomnast og ég þakka honum kærlega fyrir það. Í laun verður hann sá eini sem er titlaður samkvæmisljón.
Annars er frönskupróf á morgun, kominn tími til að það sé eitthvað próf, maður hefur verið próflaus í einn dag og kominn með fráhvarfseinkenni.
Allaveganna, þá kveð ég hér með í bili með ljóði...
Svartur tappi
óhamingju...
stíflar vorið
og lömbin deyja.
Annars er frönskupróf á morgun, kominn tími til að það sé eitthvað próf, maður hefur verið próflaus í einn dag og kominn með fráhvarfseinkenni.
Allaveganna, þá kveð ég hér með í bili með ljóði...
Svartur tappi
óhamingju...
stíflar vorið
og lömbin deyja.
laugardagur, október 04, 2003
Every Saga Has A Beginning
Nú, hvað getur maður annað sagt eða gert en að bjóða lesendur velkomna. Velkomin.