sunnudagur, maí 30, 2004
Ef þetta eru ekki leiðinlegustu sjónvarpsmenn landsins saman komnir í Viltu vinna milljón? Jónas R., Jón Ársæll og Eiríkur.
mánudagur, maí 24, 2004
Tjaldferðin
Það lak smjörsýra, bleyta og cum af hverju strái. Hefði verið góð ferð ef væri ekki fyrir rigningu. Svo fóru menn ansi snemma að sofa. Ég var nokkuð hress og vildi í rugby um kvöldið, en annað hvort vildi fólk bara hvíla sig eða þá gat það ekki tjáð sig á eðlilegan máta.
Mistök ferðarinnar: Að kaupa kjúklingapoppkorn.
Mistök ferðarinnar: Að kaupa kjúklingapoppkorn.
þriðjudagur, maí 04, 2004
Hamborgarabúllan
Ég fór á Hamborgarabúlluna í dag. Tæknilega séð í gær, en Hamborgarabúllan er rekin af Tomma í Tommaborgurum. Þessi gaur er ekkert nema harður, hann er tattúveraður töffari. Hann er 50 en lítur út eins og 65 og þegar hann var í 9. bekk mætti hann fullur í skólann reykjandi vindil. Staðurinn var fínn, búllulegur eins og nafnið gefur til kynna. Þjónustan var persónuleg og hamborgarinn minn góður. Þó fannst mér vanta einlægni í búllulegheitunum og persónulegu þjónustunni, en ég trúi að það komi með tímanum, svo ég vitni í Steinar Þorsteinsson: Einlægni ávinnst.
Svo ég komi aftur að hamborgaranum þá var þetta svipað og Burger King, bara betra. Þ.e.a.s. eins og Burger King myndu vilja líkjast.
Svo ég komi aftur að hamborgaranum þá var þetta svipað og Burger King, bara betra. Þ.e.a.s. eins og Burger King myndu vilja líkjast.