fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Ímyndiði ykkur eftirfarandi aðstæður; Þið eruð úti í rassgati. Þið kaupið ykkur pylsu. Einhver landsbyggðarskítamella kemur með pylsuna ykkar og í staðinn fyrir að sprauta sinnepi á pylsuna hefur hún dýft pylsunni í sinnepkarið og dúndrar henni í pylsurekkann og sinnepið lekur af pylsunni. Síðan kemur önnur afgreiðslukona með pylsu með fullkomnu sinnepi handa einhverjum fávita við hliðina á mér sem talar um karma. Jæja, ég lenti í þessu... Ég stóð fyrir framan þessa skítugu konu þarna og sinnepsklessuna með pylsu á og við hliðina á henni hina fullkomnu pylsu. Síðan segir hún: 250 krónur. Ég bara missti mig. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Hvernig á maður að haga sér í svona aðstæðum? Mér datt þrennt í hug sem ég taldi réttast í stöðunni; 1. Fara að gráta. 2. Benda henni á muninn á pylsunum og öskra: Ertu að grínast?! 3. Henda pylsunni í hana og segja henni að gera aðra.
Ég endaði á því að byrgja allt inni og borga með fýlusvip.
Ég endaði á því að byrgja allt inni og borga með fýlusvip.